Af gefnu tilefni viljum við koma eftirfarandi á framfæri.
Sveinatunga sf. er tæplega 45 ára gamalt fjölskyldufyrirtæki sem á sér langa og farsæla sögu sem traust og áreiðanlegt þjónustufyrirtæki við byggingariðnaðinn á íslandi.
Eigendur Sveinatungu sf. eru afkomendur Jóhanns Eyjólfssonar frumkvöðuls sem byggði bæinn Sveinatungu í Norðurárdal í Borgarfirði sem var fyrsta steinsteypta hús sem byggt er á íslandi árið 1895. Af þeirri arfleifð erum við stoltir.
Sveinatunga sf. seldi hluta af rekstri fyrirtækisins til Glerverksmiðjunnar Samverks ehf ásamt þeim vörumerkjum sem þeim sérstaka rekstri tilheyrði í upphafi árs 2020.
Við viljum taka skýrt fram að fyrirtæki okkar er á engan hátt tengt Kömbum byggingavörum ehf, eða öðrum þeim félögum sem stóðu að stofnun Kamba byggingavara á sínum tíma og hefur aldrei verið.