Sveinatunga
Consilium Et Labore - 1895
Svalagangar
Lokunarkerfið frá Sveinatungu er hannað smíðað og uppsett af starfsmönnum Sveinatungu. Allt efni í burðarvirki kerfanna er sérstaklega framleitt úr áli samkvæmt ítrustu kröfum okkar um fallegt útlit, gæði hráefnis, styrk og endingu.
Millibil álpóstanna er alla jafna u.þ.b. 1.000mm. Á milli álpósta er auk þess komið fyrir fallvörnum milli svalagólfs og glerkápu sé hún staðsett utan á burðarvirkinu. Gler nær þá frá neðri brún utanverðrar svalaplötu og endar u.þ.b 50cm frá lofti. Handlisti er síðan staðsettur í löglegri hæð. Allt gler er 10mm glært samlímt 55.1 glært öryggisgler skv. 1B1. Allt efni burðarvirkisins er litað í hvaða lit sem er innan RAL litakerfisns.
Lokunarkerfið frá Sveinatungu hefur verið burðar og álagsreiknað til að standast ítrustu kröfur 8.2 kafla íslenskrar Byggingareglugerðar Nr. 112/2012 um burðarvirki og formbreytingar.
Kröfur okkar um efnisgæði eru að flotstyrkur (0,2% PS) skuli að lágmarki vera 190 N/mm2 skv. staðli EN 755-2. Í okkar hönnunarforsendum er miðað við að kröfur um grunngildi vindálags sé allt að 2,0 kN/m2 og að kerfið standist þá hönnunargildi vindálags +/- 3,3 kN/m2 (bæði í sogi og þrýstingi) og miðast þá við okkar hönnun og uppsetningaraðferðir á festingum, burðarvirki og gleri. Heildarálag á hverja festingu þarf að standast tog að lágmarki 9,7 kN.